Hávamál
I. Geðspeki
- Gáttir allaráður gangi framum skoðast skyli,um skyggnast skyli,því að óvíst er að vitahvar óvinirsitja á fleti fyrir.
- Gefendur heilir!Gestur er inn kominn!hvar skal sitja sjá?Mjög er bráðursá er á bröndum skalsíns um freista frama.
- Elds er þörfþeim er inn er kominnog á kné kalinn.Matar og voðaer manni þörf,þeim er hefir um fjall farið.
- Vatns er þörfþeim er til verðar kemur,þerru og þjóðlaðar,góðs um æðisef sér geta mættiorðs og endurþögu.
- Vits er þörfþeim er víða ratar.Dælt er heima hvað.Að augabragði verðursá er ekki kannog með snotrum situr.
- Að hyggjandi sinniskyli-t maður hræsinn vera,heldur gætinn að geði.Þá er horskur og þögullkemur heimisgarða til,sjaldan verður víti vörum.Því að óbrigðra vinfær maður aldregien mannvit mikið.
- Inn vari gesturer til verðar kemurþunnu hljóði þegir,eyrum hlýðir,en augum skoðar.Svo nýsist fróðra hver fyrir.
- Hinn er sæller sér um geturlof og líknstafi.Ódælla er við þaðer maður eiga skalannars brjóstum í.
- Sá er sæller sjálfur um álof og vit meðan lifir.Því að ill ráðhefir maður oft þegiðannars brjóstum úr.
- Byrði betriber-at maður brautu aðen sé mannvit mikið.Auði betraþykir það í ókunnum stað.Slíkt er volaðs vera.
- Byrði betriber-at maður brautu aðen sé mannvit mikið.Vegnest verravegur-a hann velli aðen sé ofdrykkja öls.
- Er-a svo gottsem gott kveðaöl alda sonum,því að færra veiter fleira drekkursíns til geðs gumi.
- Óminnishegri heitirsá er yfir öldrum þrumir.Hann stelur geði guma.Þess fugls fjöðrumeg fjötraður var'gí garði Gunnlaðar.
- Ölur eg varð,varð ofurölviað ins fróða Fjalars.Því er öldur bestað aftur um heimtirhver sitt geð gumi.
- Þagalt og hugaltskyldi þjóðans barnog vígdjarft vera.Glaður og reifurskyli gumna hveruns sinn bíður bana.
- Ósnjallur maðurhyggst munu ey lifa,ef hann við víg varast.En elli gefurhonum engi frið,þótt honum geirar gefi.
- Kópir afglapier til kynnis kemur,þylst hann um eða þrumirAllt er senn,ef hann sylg um getur,uppi er þá geð guma.
- Sá einn veiter víða ratarog hefir fjöld um fariðhverju geðistýrir gumna hver,sá er vitandi er vits.
- Haldi-t maður á keri,drekki þó af hófi mjöð,mæli þarft eða þegi.Ókynnist þessváar þig engi maðurað þú gangir snemma að sofa.
- Gráðugur halur,nema geðs viti,etur sér aldurtrega.Oft fær hlægiser með horskum kemurmanni heimskum magi.
- Hjarðir það vitunær þær heim skuluog ganga þá af grasi.En ósvinnur maðurkann æva-gisíns um mál maga.
- Vesall maðurog illa skapihlær að hvívetna.Hitt-ki hann veiter hann vita þyrftiað hann er-a vamma vanur.
- Ósvinnur maðurvakir um allar næturog hyggur að hvívetna.Þá er móðurer að morgni kemur.Allt er víl sem var.
- Ósnotur maðurhyggur sér alla veraviðhlæjendur vini.Hitt-ki hann finnur,þótt þeir um hann fár lesi,ef hann með snotrum situr.
- Ósnotur maðurhyggur sér alla veraviðhlæjendur vini.Þá það finnurer að þingi kemurað hann á formælendur fáa.
- Ósnotur maðurþykist allt vita,ef hann á sér í vá veru.Hitt-ki hann veithvað hann skal við kveða,ef hans freista firar.
- Ósnotur maðurer með aldir kemur,það er best að hann þegi.Engi það veitað hann ekki kann,nema hann mæli til margt.Veit-a maðurhinn er vætki veit,þótt hann mæli til margt.
- Fróður sá þykister fregna kannog segja ið sama.Eyvitu leynamegu ýta synirþví er gengur um guma.
- Ærna mælirsá er æva þegirstaðlausu stafi.Hraðmælt tunga,nema haldendur eigi,oft sér ógott um gelur.
- Að augabragðiskal-a maður annan hafa,þótt til kynnis komi.Margur þá fróður þykistef hann freginn er-atog nái hann þurrfjallur þruma.
- Fróður þykistsá er flótta tekurgestur að gest hæðinn.Veit-a gjörlasá er um verði glissir,þótt hann með grömum glami.
- Gumnar margirerust gagnholliren að virði vrekast.Aldar rógþað mun æ vera:Órir gestur við gest.
- Árlega verðarskyli maður oft fá,nema til kynnis komi.Situr og snópir,lætur sem sólginn séog kann fregna að fáu.
- Afhvarf mikiðer til ills vinar,þótt á brautu búi.En til góðs vinarliggja gagnvegir,þótt hann sé firr farinn.
- Ganga skal,skal-a gestur veraey í einum stað.Ljúfur verður leiður,ef lengi siturannars fletjum á.
- Bú er betra,þótt lítið sé.Halur er heima hver.Þótt tvær geitur eigiog taugreftan sal,það er þó betra en bæn.
- Bú er betra,þótt lítið sé.Halur er heima hver.Blóðugt er hjartaþeim er biðja skalsér í mál hvert matar.
- Vopnum sínumskal-a maður velli áfeti ganga framar,því að óvíst er að vitanær verður á vegum útigeirs um þörf guma.
- Fann'g-a eg mildan manneða svo matargóðanað ei væri þiggja þegið,eða síns fjársvo gjafa fúsanað leið sé laun, ef þægi.
- Fjár sínser fengið hefirskyli-t maður þörf þola.Oft sparir leiðumþað er hefir ljúfum hugað.Margt gengur verr en varir.
- Vopnum og voðumskulu vinir gleðjast:það er á sjálfum sýnst.Viðurgefendur og endurgefendurerust lengst vinir,ef það bíður að verða vel.
- Vin sínumskal maður vinur veraog gjalda gjöf við gjöf.Hlátur við hlátriskyli höldar takaen lausung við lygi.
- Vin sínumskal maður vinur vera,þeim og þess vin.En óvinar sínsskyli engi maðurvinar vinur vera.
- Veistu ef þú vin átt,þann er þú vel trúir,og vilt þú af honum gott geta,geði skaltu við þann blandaog gjöfum skipta,fara að finna oft.
- Ef þú átt annan,þann er þú illa trúir,Viltu af honum þó gott geta,fagurt skaltu við þann mælaen flátt hyggjaog gjalda lausung við lygi.
- Það er enn um þanner þú illa trúirog þér er grunur að hans geði:hlæja skaltu við þeimog um hug mæla.Glík skulu gjöld gjöfum.
- Ungur var eg forðum,fór eg einn saman:þá varð eg villur vega.Auðigur þóttumster eg annan fann:Maður er manns gaman.
- Mildir, fræknirmenn best lifa,sjaldan sút ala.En ósnjallur maðuruggir hotvetna:Sýtir æ glöggur við gjöfum.
- Voðir mínargaf eg velli aðtveim trémönnum.Rekkar það þóttuster þeir rift höfðu:Neis er nökkvinn halur.
- Hrörnar þöllsú er stendur þorpi á.Hlýr-at henni börkur né barr.Svo er maðursá er manngi ann.Hvað skal hann lengi lifa?
- Eldi heitaribrennur með illum vinumfriður fimm daga,en þá slokknarer inn sétti kemurog versnar allur vinskapur.
- Mikið eittskal-a manni gefa:Oft kaupir sér í litlu lof.Með hálfum hleifog með höllu kerifékk eg mér félaga.
- Lítilla sandalítilla sævalítil eru geð guma.Því að allir mennurðu-t jafnspakir:Hálf er öld hvar.
- Meðalsnoturskyli manna hver:æva til snotur sé.Þeim er fyrðafegurst að lifaer vel margt vitu.
- Meðalsnoturskyli manna hver:æva til snotur sé.Því að snoturs manns hjartaverður sjaldan glatt,ef sá er alsnotur er á.
- Meðalsnoturskyli manna hver:æva til snotur sé.Örlög sínviti engi fyrir:þeim er sorgalausastur sefi.
- Brandur af brandibrennur uns brunninn er.Funi kveikist af funa.Maður af manniverður að máli kunnuren til dælskur af dul.
- Ár skal rísasá er annars villfé eða fjör hafa.Sjaldan liggjandi úlfurlær um geturné sofandi maður sigur.
- Ár skal rísasá er á yrkjendur fáaog ganga síns verka á vit.Margt um dvelurþann er um morgun sefur.Hálfur er auður und hvötum.
- Þurra skíðaog þakinna næfra,þess kann maður mjötog þess viðarer vinnast megimál og misseri.
- Þveginn og metturríði maður þingi að,þótt hann sé-t væddur til vel.Skúa og brókaskammist engi maðurné hests in heldur,þátt hann hafi-t góðan
- Snapir og gnapir,er til sævar kemur,örn á aldinn mar:Svo er maðurer með mörgum kemurog á formælendur fáa.
- Fregna og segjaskal fróðra hver,sá er vill heitinn horskur.Einn vitané annar skal.Þjóð veit, ef þrír eru.
- Ríki sittskyli ráðsnotra hverí hófi hafa.Þá hann það finnurer með fræknum kemurað engi er einna hvatastur.
- Orða þeiraer maður öðrum segiroft hann gjöld um getur.
- Mikilsti snemmakom eg í marga staðien til síð í suma.Öl var drukkið,sumt var ólagað:Sjaldan hittir leiður í lið.
- Hér og hvarmyndi mér heim of boðið,ef þyrfta'g að málungi mat,eða tvö lær hengiað ins tryggva vinar,þar er eg hafði eitt etið.
- Eldur er besturmeð ýta sonumog sólar sýn,heilyndi sitt,ef maður hafa náir,án við löst að lifa.
- Era-t maður alls vesall,þátt hann sé illa heill:Sumur er af sonum sæll,sumur af frændum,sumur af fé ærnu,sumur af verkum vel.
- Betra er lifðumog sællifðum.Ey getur kvikur kú.Eld sá eg upp brennaauðgum manni fyrir,en úti var dauður fyr durum.
- Haltur ríður hrossi,hjörð rekur handarvanur,daufur vegur og dugir.Blindur er betrien brenndur sé:Nýtur manngi nás.
- Sonur er betri,þótt sé síð of alinneftir genginn guma:Sjaldan bautarsteinarstanda brautu nær,nema reisi niður að nið.
- Tveir eru eins herjar:Tunga er höfuðs bani.Er mér í héðin hvernhandar væni.
- Nótt verður feginnsá er nesti trúir.Skammar eru skips rár.Hverf er haustgríma.Fjöld um viðrirá fimm dögumen meira á mánuði.
- Veit-a hinner vætki veit:Margur verður af aurum api.Maður er auðigur,annar óauðigur,skyli-t þann vítka vár.
- Deyr fé,deyja frændur,deyr sjálfur ið sama.En orðstírdeyr aldregihveim er sér góðan getur.
- Deyr fé,deyja frændur,deyr sjálfur ið sama.Eg veit einnað aldrei deyr:dómur um dauðan hvern.
- Fullar grindursá eg fyr Fitjungs sonum.Nú bera þeir vonar völ.Svo er auðursem augabragð:hann er valtastur vina.
- Ósnotur maður,ef eignast geturfé eða fljóðs munuð,metnaður honum þróast,en mannvit aldregi:fram gengur hann drjúgt í dul.
- Það er þá reynt,er þú að rúnum spyrinum reginkunnum,þeim er gerðu ginnreginog fáði fimbulþulur;þá hefir hann best ef hann þegir.
- Að kveldi skal dag leyfa,konu er brennd er,mæki er reyndur er,mey er gefin er,ís er yfir kemur,öl er drukkið er.
- Í vindi skal við höggva,veðri á sjó róa,myrkri við man spjalla:Mörg eru dags augu.á skip skal skriðar orka,en á skjöld til hlífar,mæki höggs,en mey til kossa.
- Við eld skal öl drekka,en á ísi skríða,magran mar kaupa,en mæki saurgan,heima hest feita,en hund á búi.
II. Mansöngur
- Meyjar orðumskyli manngi trúané því er kveður kona,því að á hverfanda hvelivoru þeim hjörtu sköpuð,brigð í brjóst um lagin.
- Brestanda boga,brennanda loga,gínanda úlfi,galandi kráku,rýtanda svíni,rótlausum viði,vaxanda vogi,vellanda katli,
- Fljúganda fleini,fallandi báru,ísi einnættum,ormi hringlegnum,brúðar beðmálumeða brotnu sverði,bjarnar leikieða barni konungs,
- Sjúkum kálfi,sjálfráða þræli,völu vilmæli,val nýfelldum.
- Akri ársánumtrúi engi maðurné til snemma syni:Veður ræður akri.en vit syni:hætt er þeirra hvort.
- Bróðurbana sínum,þótt á brautu mæti,húsi hálfbrunnu,hesti alskjótum:Þá er jór ónýtur,ef einn fótur brotnar.Verði-t maður svo tryggurað þessu trúi öllu.
- Svo er friður kvenna,þeirra er flátt hyggja,sem aki jó óbryddumá ísi hálum,teitum, tvevetrumog sé tamur illa,eða í byr óðumbeiti stjórnlausu,eða skyli haltur hendahrein í þáfjalli.
- Bert eg nú mæli,því að eg bæði veit,brigður er karla hugur konum:Þá vér fegurst mælum,er vér flást hyggjum:það tælir horska hugi.
- Fagurt skal mælaog fé bjóðasá er vill fljóðs ást fá,líki leyfains ljósa mans:Sá fær er fríar.
- Ástar firnaskyli engi maðurannan aldregi.Oft fá á horskann,er á heimskan né fá,lostfagrir litir.
- Eyvitar firnaer maður annan skal,þess er um margan gengur guma.Heimska úr horskumgerir hölda sonusá inn máttki munur.
- Hugur einn það veiter býr hjarta nær,einn er hann sér um sefa.Öng er sótt verrihveim snotrum mannien sér engu að una.
- Það eg þá reyndaer eg í reyri satog vætta'g míns munar.Hold og hjartavar mér in horska mær:þeygi eg hana að heldur hefi'g.
- Billings meyeg fan beðjum ásólhvíta sofa.Jarls yndiþótti mér ekki veranema við það lík að lifa.
- "Auk nær aftniskaltu, Óðinn, koma,ef þú vilt þér mæla man.Allt eru ósköpnema einir vitislíkan löst saman."
- Aftur eg hvarfog unna þóttumstvísum vilja frá.Hitt eg hugðaað eg hafa myndageð hennar allt og gaman.
- Svo kom eg næstað in nýta varvígdrótt öll um vakin,með brennöndum ljósumog bornum viði:svo var mér vílstígur of vitaður.
- Og nær morgni,er eg var enn um kominn,þá var saldrótt sofin.Grey eitt eg þá fanninnar góðu konubundið beðjum á.
- Mörg er góð mær,ef görva kannar,hugbrigð við hali.Þá eg það reynda,er ið ráðspakateygða eg á flærðir fljóð.Háðungar hverrarleitaði mér ið horska man,og hafða eg þess vætki vífs.
- Heima glaður gumiog við gesti reifur,svinnur skal um sig vera,minnugur og málugur,ef hann vill margfróður vera.Oft skal góðs geta.Fimbulfambi heitirsá er fátt kann segja:það er ósnoturs aðal.
- Inn aldna jötun eg sótta,nú em eg aftur um kominn:fátt gat eg þegjandi þar.Mörgum orðummælta eg í minn framaí Suttungs sölum.
- Gunnlöð mér um gafgullnum stóli ádrykk ins dýra mjaðar.Ill iðgjöldlét eg hana eftir hafasíns ins heila hugar,síns ins svára sefa
- Rata munnlétumk rúms um fáog um grjót gnaga.Yfir og undirstóðumk jötna vegir,svo hætta eg höfði til.
- Vel keypts litarhefi eg vel notið.Fás er fróðum vant.Því að Óðrerirer nú upp kominná alda vé jarðar.
- Efi er mér áað eg væra enn kominnjötna görðum úr,ef eg Gunnlaðar né nyta'g,innar góðu konu,þeirrar er lögðumk arm yfir.
- Ins hindra dagsgengu hrímþursarHáva ráðs að fregnaHáva höllu í.Að Bölverki þeir spurðu,ef hann væri með böndum kominneða hefði honum Suttungur of sóið.
- Baugeið Óðinnhygg eg að unnið hafi.Hvað skal hans tryggðum trúa?Suttung svikinnhann lét sumbli fráog grætta Gunnlöðu.
III. Heilræði
- Mál er að þyljaþular stóli áUrðarbrunni að.Sá eg og þagða'g,sá eg og hugða'g,hlydda eg á manna mál.Of rúnar heyrða eg dæma,né um ráðum þögðuHáva höllu að,Háva höllu í,heyrða eg segja svo:
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,að þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,Þér munu góð ef þú getur:Nótt þú rís-atnema á njósn séreða þú leitir þér innan út staðar.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,að þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Fjölkunnigri konuskal-at-tu í faðmi sofa,svo að hún lyki þig liðum.
- Hún svo gerirað þú gáir eigiþings né þjóðans máls.Mat þú vilt-atné mannskis gaman.Fer þú sorgafullur að sofa.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,að þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Annars konuteygðu þér aldregieyrarúnu að.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Á fjalli eða firði,ef þig fara tíðir,fástu að virði vel.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Illan mannláttu aldregióhöpp að þér vita,því að af illum mannifær þú aldregigjöld ins góða hugar.
- Ofarla bítaeg sá einum halorð illrar konu.Fláráð tungavarð honum að fjörlagiog þeygi um sanna sök.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemurþer munu góð ef þú getur:Veistu ef þú vin áttþann er þú vel trúir,farðu að finna oft.Því að hrísi vexog hávu grasivegur er vætki treður.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Góðan mannteygðu þér að gamanrúnumog nem líknargaldur meðan þú lifir.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Vin þínumver þú aldregifyrri að flaumslitum.Sorg etur hjarta,ef þú segja né náireinhverjum allan hug.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemi.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Orðum skiptaþú skalt aldregivið ósvinna apa,
- því að af illum mannimundu aldregigóðs laun um geta.En góður maðurmun þig gjörva megalíknfastan að lofi.
- Sifjum er þá blandað,hver er segja ræðureinum allan hug.Allt er betraen sé brigðum að vera.Er-a sá vinur öðrumer vilt eitt segir.
- Ráðumk,Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Þremur orðum sennaskal-at-tu við þér verra mann:Oft inn betri bilar,þá er inn verri vegur.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Skósmiður þú verirné skeftismiður,nema þú sjálfum þér sér.Skór er skapaður illaeða skaft sé rangt,þá er þér böls beðið.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Hvar er þú böl kannt,kveð þú það bölvi aðog gef-at þínum fjándum frið.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Illu feginnver þú aldregi,en lát þér að góðu getið.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Upp lítaskal-at-tu í orrustu!- gjalti glíkirverða gumna synir -síður þitt um heilli halir.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Ef þú vilt þér góða konukveðja að gamanrúnumog fá fögnuð af,fögru skaltu heitaog láta fast vera.Leiðist manngi gott, ef getur.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Varan bið eg þig veraog eigi of varan.Ver þú við öl varasturog við annars konuog við það ið þriðjaað þjófar né leiki.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Að háði né hlátrihafðu aldregigest né ganganda.
- Oft vitu ógerlaþeir er sitja inni fyrirhvers þeir eru kyns er koma.Er-at maður svo góðurað galli né fylgi,né svo illur að einugi dugi.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Að hárum þulhlæ þú aldregi.Oft er gott það er gamlir kveða.Oft úr skörpum belgskilin orð komaþeim er hangir með hámog skollir með skrámog váfir með vílmögum.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Gest þú né geyjané á grind hrekir.Get þú voluðum vel.
- Rammt er það tré,er ríða skalöllum að upploki.Baug þú gef,eða það biðja munþér læs hvers á liðu.
- Ráðumk þér, Loddfáfnir,en þú ráð nemir.Njóta mundu ef þú nemur,þér munu góð ef þú getur:Hvar er þú öl drekkir,kjós þú þér jarðar megin,því að jörð tekur við öldri,en eldur við sóttum,eik við abbindi,ax við fjölkynngi,höll við hýrógi,- heiftum skal mána kveðja, -beiti við bitsóttum,en við bölvi rúnar.Fold skal við flóði taka.
IV. Píslir og rúnir
- Veit eg að eg hékkvindgameiði ánætur allar níu,geiri undaðurog gefinn Óðni,sjálfur sjálfum mér,á þeim meiðier manngi veithvers af rótum renn.
- Við hleifi mig sælduné við horni-gi.Nýsta eg niður,nam eg upp rúnar,æpandi nam,féll eg aftur þaðan.
- Fimbulljóð níunam ef af inum frægja syniBölþorns, Bestlu föður.Og eg drykk of gatins dýra mjaðar,ausin Óðreri.
- Þá nam eg frævastog fróður veraog vaxa og vel hafast,orð mér af orðiorðs leitaði,verk mér af verkiverks leitaði.
- Rúnar munt þú finnaog ráðna stafi,mjög stóra stafi,mjög stinna stafi,er fáði fimbulþulurog gerðu ginnreginog reist Hroftur rögna.
- Óðinn með ásum,en fyr álfum Dáinn,Dvalinn dvergum fyrir,Ásviður jötnum fyrir.Eg reist sjálfur sumar.
- Veistu hve rísta skal?Veistu hve ráða skal?Veistu hve fáa skal?Veistu hve freista skal?Veistu hve biðja skal?Veistu hve blóta skal?Veistu hve senda skal?Veistu hve sóa skal?
- Betra er óbeðiðen sé ofblótið.Ey sér til gildis gjöf.Betra er ósenten sé ofsóið.Svo Þundur um reistfyr þjóða rök,þar hann upp um reis,er hann aftur of kom.
V. Galdur
- Ljóð eg þau kanner kann-at þjóðans konaog mannskis mögur.Hjálp heitir eitt,en það þér hjálpa munvið sökum og sorgumog sútum görvöllum.
- Það kann eg annaðer þurfu ýta synir,þeir er vilja læknar lifa.
- Það kann eg hið þriðja:ef mér verður þörf mikilhafts við mína heiftmögu,eggjar eg deyfi minna andskota,bíta-t þeim vopn né velir.
- Það kann eg ið fjórða:ef mér fyrðar berabönd að bóglimum,svo eg gelað eg ganga má,sprettur mér af fótum fjötur,en af höndum haft.
- Það kann eg ið fimmta:Ef eg sé af fári skotinnflein í fóki vaða,fýgur-a hann svo stinntað eg stöðvig-a-g,ef eg hann sjónum of sé'g.
- Það kann eg ið sétta:Ef mig særir þegná rótum rás viðar,og þann haler mig heifta kveður,þann eta mein heldur en mig.
- Það kann eg ið sjöunda:Ef eg sé hávan logasal um sessmögum,brennur-at svo breitt,að eg honum bjargig-a-g.þann kann eg galdur að gala.
- Það kann eg ið átta,er öllum ernytsamlegt að nema:Hvar er hatur vexmeð hildings sonumþað má eg bæta brátt.
- Það kann eg ið níunda:Ef mig nauður um stendurað bjarga fari mínu á floti,vind eg kyrrivogi áog svæfi'g allan sæ.
- Það kann eg ið tíunda:Ef eg sé túnriðurleika lofti á,eg svo vinn'gað þeir villir farasinna heimhama,sinna heimhuga.
- Það kann eg ið ellefta:Ef eg skal til orrustuleiða langvini,und randir eg gel,en þeir með ríki faraheilir hildar til,heilir hildi frá,koma þeir heilir hvaðan.
- Það kann ef ið tólfta:Ef eg sé að tré uppiváfa virgilná,svo eg rístog í rúnum fá'gað sá gengur gumiog mælir við mig.
- Það kann eg ið þrettánda:ef eg skal þegn unganverpa vatni á,mun-at hann falla,þótt hann í fólk komi:hnígur-a sá halur fyr hjörum.
- Það kann eg ið fjórtánda:ef eg skal fyrða liðitelja tíva fyrir,ása og álfaeg kann allra skil.Fár kann ósnotur svo.
- Það kann eg ið fimmtándaer gól Þjóðrerirdvergur fyr Dellings dyrum.Afl gól hann ásum,en álfum frama,hyggju Hroftatý.
- Það kann eg ið sextánda:Ef eg vil ins svinna manshafa geð allt og gaman,hugi eg hverfihvítarmri konuog sný eg hennar öllum sefa.
- Það kann eg ið sautjándaað mig mun seint firrastið manunga man.Ljóða þessamunðu, Loddfáfnir,lengi vanur vera.Þó sé þér góð ef þú getur,nýt ef þú nemur,þörf ef þú þiggur.
- Það kann eg ið átjánda,er eg æva kenni'gmey né manns konu,- allt er betraer einn um kann;það fylgir ljóða lokum, -nema þeirri einnier mig armi vereða mín systir sé.
VI. Ljóðalok
- Nú eru Háva mál kveðinHáva höllu í,allþörf ýta sonum,óþörf jötna sonum.Heill sá er kvað!Heill sá er kann!Njóti sá er nam!Heilir þeir er hlýddu!
Netutgáfan - ágúst 1995. https://www.snerpa.is/net/kvaedi/havamal.htm