Þrymskviða
- Reiður var þá Vingþórer hann vaknaðiog síns hamarsum saknaði,skegg nam að hrista,skör nam að dýja,réð Jarðar burum að þreifast.
- Og hann það orðaalls fyrst um kvað:Heyrðu nú, Loki,hvað eg nú mælier eigi veitJarðar hverginé upphimins:ás er stolinn hamri.
- Gengu þeir fagraFreyju túnaog hann það orðaalls fyrst um kvað:Muntu mér, Freyja,fjaðurhams ljáef eg minn hamarmættag hitta.
Freyja kvað:
- Þó mynda eg gefa þérþótt úr gulli væriog þó seljaað væri úr silfri.
- Fló þá Loki,fjaðurhamur dundi,uns fyr utan komása garðaog fyr innan komjötna heima.
- Þrymur sat á haugi,þursa drottinn,greyjum sínumgullbönd snöriog mörum sínummön jafnaði.
Þrymur kvað:
- Hvað er með ásum?Hvað er með álfum?Hví ertu einn kominní Jötunheima?
Loki kvað:
Illt er með ásum,illt er með álfum;hefir þú Hlórriðahamar um fólginn?
Þrymur kvað:
- Eg hefi Hlórriða.hamar um fólginnátta röstumfyr jörð neðan.Hann engi maðuraftur um heimtirnema færi mérFreyju að kvæn.
- Fló þá Loki,fjaðurhamur dundi,uns fyr utan komjötna heimaog fyr innan komása garða.Mætti hann Þórmiðra garðaog hann það orðaalls fyrst um kvað:
- Hefir þú erindisem erfiði?Segðu á loftilöng tíðindi.Oft sitjandasögur um fallastog liggjandilygi um bellir.
Loki kvað:
- Hefi eg erfiðiog erindi.Þrymur hefir þinn hamar,þursa drottinn.Hann engi maðuraftur um heimtirnema honum færiFreyju að kvon.
- Ganga þeir fagraFreyju að hittaog hann það orðaalls fyrst um kvað:Bittu þig, Freyja,brúðar líni;við skulum aka tvöí Jötunheima.
- Reið varð þá Freyjaog fnásaði,allur ása salurundir bifðist,stökk það hið miklamen Brísinga:Mig veistu verðavergjarnastaef eg ek með þérí Jötunheima.
- Senn voru æsirallir á þingiog ásynjurallar á máliog um það réðuríkir tívarhve þeir Hlórriðahamar um sætti.
- Þá kvað það Heimdallur,hvítastur ása,vissi hann vel framsem vanir aðrir:Bindum vér Þór þábrúðar líni,hafi hann ið miklamen Brísinga.
- Látum und honumhrynja luklaog kvenvoðirum kné fallaen á brjóstibreiða steinaog haglegaum höfuð typpum.
- Þá kvað það Þór,þrúðugur ás:Mig munu æsirargan kallaef eg bindast lætbrúðar líni.
- Þá kvað það LokiLaufeyjar sonur:Þegi þú, Þór,þeirra orða.Þegar munu jötnarÁsgarð búanema þú þinn hamarþér um heimtir.
- Bundu þeir Þór þábrúðar líniog inu miklameni Brísinga,létu und honumhrynja luklaog kvenvoðirum kné fallaen á brjóstibreiða steinaog haglegaum höfuð typptu.
- Þá kvað LokiLaufeyjar sonur:Mun eg og með þérambátt vera,við skulum aka tvöí Jötunheima.
- Senn voru hafrarheim um reknir,skyndir að sköklum,skyldu vel renna.Björg brotnuðu,brann jörð loga,ók Óðins sonurí Jötunheima.
- Þá kvað það Þrymur,þursa drottinn:Standið upp, jötnar,og stráið bekki.Nú færið mérFreyju að kvonNjarðar dótturúr Nóatúnum.
- Ganga hér að garðigullhyrndar kýr,öxn alsvartirjötni að gamni;fjöld á eg meiðma,fjöld á eg menja,einnar mér Freyjuávant þykir.
- Var þar að kveldium komið snemmaog fyr jötnaöl fram borið.Einn át uxa,átta laxa,krásir allarþær er konur skyldu,drakk Sifjar versáld þrjú mjaðar.
- Þá kvað það Þrymur,þursa drottinn:Hvar sáttu brúðirbíta hvassara?Sák-a eg brúðirbíta breiðarané inn meira mjöðmey um drekka.
- Sat in alsnotraambátt fyrirer orð um fannvið jötuns máli:Át vætur Freyjaátta nóttum,svo var hún óðfúsí Jötunheima.
- Laut und línu,lysti að kyssa,en hann utan stökkendlangan sal:Hví eru öndóttaugu Freyju?Þykir mér úr augumeldur um brenna.
- Sat in alsnotraambátt fyrirer orð um fannvið jötuns máli:Svaf vætur Freyjaátta nóttum,svo var hún óðfúsí Jötunheima.
- Inn kom in armajötna systir,hin er brúðfjárbiðja þorði:Láttu þér af höndumhringa rauða,ef þú öðlast viltástir mínar,ástir mínar,alla hylli.
- Þá kvað það Þrymur,þursa drottinn:Berið inn hamarbrúði að vígja,leggið Mjöllnií meyjar kné,vígið okkur samanVárar hendi.
- Hló Hlórriðahugur í brjóstier harðhugaðurhamar um þekkti;Þrym drap hann fyrstan,þursa drottin,og ætt jötunsalla lamdi.
- Drap hann ina öldnujötna systur,hin er brúðfjárum beðið hafði,hún skell um hlautfyr skillinga,en högg hamarsfyr hringa fjöld.Svo kom Óðins sonurendur að hamri.
Netútgáfan janúar 1997. https://www.snerpa.is/net/kvaedi/tryms2.htm
Þrymskviða er frá Runeberg samtökunum í Svíþjóð.
(http://www.runeberg.lysator.liu.se)